The Postulína design-duo presents a new line of flower vases called 9 that evoke images of orbs and are inspired by the ideas that have been put forward by scientists regarding the ninth planet in the solar system. One can easily imagine that from the lifeless terrain of such a planet life can shoot up like a flower from the desert, in just the same manner that is sometimes the case on the black beaches on the southern coast of Iceland.
The flower vases can be seen as an independent offshoot from an earlier series of flower pots, Almost Spring, that Postulina exhibited at last years DesignMarch.
As with all of Postulina’s earlier work the new vases are hand thrown at the potter’s wheel. Now the sphere is the key aesthetic form and the ink drawings are also made at the potter’s wheel. In that way Postulina tries out it’s methods in new mediums.
*
Postulína kynnir nýja blómavasa, 9, sem minna á hnetti og eru innblásnir af hugmyndum sem settar hafa verið fram um níundu reikistjörnuna (Planet 9). Vel má ímynda sér að upp úr líflausu yfirborði slíkrar plánetu skjótist líf, blóm upp úr eyðimörkinni, rétt eins og upp úr svörtum sandi sem finna má við strendur Íslands.
Segja má að blómavasarnir séu sjálfstætt framhald af blómapottaseriu Postulínu, Draumur um vor.
Eins og á við um fyrri verk Postulínu eru nýju vasarnir unnir á rennibekk. Að þessu sinni er unnið með kúluna, sem eins og allir vita er mikilvægt fagurfræðilegt grunnform.
After a demanding winter we start dreaming of spring and longing for a little greenness in our lives. Memories of pot plants spring to mind, as these were a feature in our upbringing and a standard in many Icelandic homes back in the day. Making sure you got a nice and healthy cutting to grow in your pot was very important, the more exotic the better. An interest for pot plants soon grew, as well as a respect for these hardy green family friends that gave colour to interior life, even in the midst of winter.
With the dreams of spring a certain nostalgia also shoots up and takes on the form of hanging pots with beautiful plants in them. The plants cleared the air and lifted the family spirit. This was proven again and again.
The Postulina pots are a recent design and in the last few days these tiny little “pot-babies” have developed from the bigger ones. They are independent cuttings, ideal for just such new individuals, spices or small cactuses.
Just like all of Postulina’s products each pot is special, hand thrown with extra care and therefore has it’s own character.
Choose your own pot for your favourite plant. Let us cultivate our garden.
*
DRAUMUR UM VOR
Eftir erfiðan vetur dreymir okkur vor og við þráum græna litinn í tilveruna. Upp í huga Postulínu koma pottaplöntur uppvaxtaráranna þegar slíkar var að finna á hverju heimili. Mikilvægt var að verða sér úti um lífvænlegan afleggjara. Hveragerði reyndist vel, þaðan best að fá græðlingana og þar var líka Eden, ís, páfagaukar, apar og skrautlegustu blómin.
Í unglingshuganum kviknaði áhugi á pottaplöntum, þessum harðgerðu heimilsvinum sem gáfu lífinu lit, jafnvel um miðjan vetur. Þá skipti engu hvort maður ólst upp norðan eða sunnan heiða.
Með vorþránni kviknar líka nostalgían, sem tekur á sig form hengipottar með fallegri plöntu. Plönturnar hreinsuðu heimilisloftið og léttu lund, það er margsannað.
Blómapottar Postulínu eru nýlegir en síðan hafa á síðustu dögum sprottið útúr ofninum þessi litlu krútt - litlir græðlingar af ættlegg stóru pottanna upplagðir fyrir afleggjara, kryddjurtir og smákaktusa.
Eins og allt annað frá Postulínu þá er hver hlutur sérstakur. Allt er handrennt af alúð og hver gripur á sér sinn karakter.
Veldu þér pott undir uppáhalds blómið þitt. Ræktaðu garðinn þinn.
Elements of winter, especially the cold and stillness of the season, inspire Postulina. In an installation called Snowfall in Harbinger gallery in Reykjavik in 2014 the duo installed 1000 pieces of handcrafted porcelain “snowflakes” in the exhibition space.
The idea was simple enough: You pick a piece of snow up from the ground and mould it in your hand forming an individual “print” of your fingers. Postulina casted these snow formations in porcelain and hung them from the ceiling, so they appeared to be floating through the air in the gallery. Just like snowflakes falling through the air in their perfect symmetry each one was different from the other.
Each piece in the installation is a necklace and after the guest has chosen his favorite one hanging from a string, he brings it back home in a gift box for himself or for a loved one.
Regarding the idea Postulina duo has this to say:
“The first snow of winter never ceases to amaze us, as we seem to forget how white the blanket of snow can be. We have to stare up into the air. We long to touch it and be reminded of the cold that the skies send to us. This ephemeral building material can inspire everyone; we seek adventure, play or even become experimental. We pick up the snow and squeeze it between our fingers. Forms are created that we want preserve, but they are doomed to melt and dissolve. We are left with the memory of the first snowfall of winter, this pure feeling we are filled with when we look at snow falling, touch it and form. The snowflakes remind us of the world’s unending magic. “
*
Veturinn heillar Postulínu, Í innsetningu sem kallaðist Snjókoma og sýnd var í Harbinger gallerí í Reykjavík á jólaföstu árið 2014 setti Postulína upp 1000 stykki af handrenndum postulíns-“snjókornum.”
Hugmyndin er einföld. Þú tekur snjó upp af jörðinni og mótar hann í höndunum. Postulína útbjó þessi form í postulíni og hengdi þau úr loftinu í galleríinu. Rétt eins og fullkomlega symitrísk snjókorn í náttúrunni virtust form Postulínu svífa í lausu lofti, en ekkert þeirra var eins, enda allar vörur Postulínu handgerðar.
„Snjókornin“ í innsetningunni eru einnig hálsmen en gestir gátu valið sér sitt uppáhalds stykki og fengið heim með sér í gjafaöskju. Hálsmenin eru enn til sölu hjá Postulínu.
Um hugmyndina höfðu þær stöllur hjá Postulínu þetta að segja:
„Fyrsti snjór vetrarins kemur okkur alltaf á óvart, því það er eins og við gleymum því alltaf hve hvít þessi ábreiða er sem leggst yfir landið. Við verðum að horfa upp í himininn og okkur langar alltaf að snerta og rifja upp kuldann í þessum gestum sem svífa til jarðar. Þetta hverfula byggingarefni, snjórinn, er inspírerandi og við leikum okkur og verðum skapandi. Við getum tekið upp snjó og mótað hann milli fingra okkar. Þannig verða til form sem okkur langar að varðveita en eru dæmd til að bráðna og leysast upp. Eftir stendur minning um fyrsta snjó vetrarins og þá hreinu tilfinningu sem fylgir því að horfa á snjóinn falla, snerta hann og móta. Snjókornin minna okkur á óendanlega töfra heimsins.“
At DesignMarch 2014 in Reykjavík Postulína presented Jökla (Glacial), a handmade porcelain tableware inspired by the magical and versatile Icelandic glaciers. It mixes the harsh blackness of the glacial tongues as well as the softness of light colors and blue inside the glaciers. At Crymogea publishers the set was exhibited alongside the wonderful photographs of Vigfús Birgisson of Sólheimajökull Glacier.
*
Á HönnunarMars 2014 í Reykjavík kynnti Postulína matarstellið Jöklu. Í stellinu koma saman harðir svartir litatónar sem minna á sandinn sem finna má í skriðjöklum auk þessa ljósbláa og ójarðneska litar sem hægt er að finna í jökulsprungum. Jökla var sýnd í húsnæði bókaútgáfunnar Crymogea ásamt frábærum ljósmyndum Vigfúsar Birgissonar af Sólheimajökli.
Just like all of Postulina’s objects their snow-white Christmas trees are hand thrown at the potters wheel. Therefore each tree has it's own individual character, just as the snow-covered trees we find in nature. When paired together the porcelain trees evoke the calmness of peaceful winter woods.
*
Eins og allir munir frá Postulínu eru þessi snjóhvítu jólatré handrennd af Guðbjjörgu. Það gerir að verkum að engin tvö þeirra eru nákvæmlega eins, t.d. hvað varðar hæð og breidd, rétt eins og á við um trén í náttúrunni. Þegar þeim er raðað saman minna trén á friðsælan skóg á fallegum vetrardegi.
It is fun to play with decorative items and move them about. If you agree our candlevases are just right for you. They both serve as vases or, if you turn them around, hold big thick candles beautifully. No two are identical and the artistic touch of the potter gets free rein. Long live multifunction!
*
Það er gaman að raða hlutunum á heimilinu og nýta með nýjum hætti. Ef þú ert sammála þessu þá eru kertavasarnir okkar eitthvað fyrir þig. Blóm fara vel í þeim en sé þeim snúið við er hægt að nýta þá undir kubbakerti sem fara einstaklega vel á þeim. Engir tveir eru eins því að hér fær listrænt innsæi Guðbjargar að njóta sín til fulls. Lengi lifi notagildið!
Marimo (2011) are spherical vases made of porcelain, in white but a limited edition of 24 carat gold is no longer available. The vases are hand thrown and come in different sizes, each unique.
The name Marimo comes from a certain species of green algae found in lakes in very few locations in the northern hemisphere, among them Iceland.
Marimo are ideal for wild flowers picked by the children. They work better in a group - so collect them.
*
Marimo vasarnir (2011) eru kúlulaga postulínsvasar. Þeir eru hvítir en gull-útgáfan er ekki lengur fáanleg. Vasarnir eru handrenndir og í mismunandi stærðum og hver og einn er því einstakur.
Nafnið Marimo er fengið frá þörungagróðri sem finna má á örfáum stöðum í heiminum, m.a. í Mývatni á Íslandi, eða svo var a.m.k. tíðin. Þörungagróðurinn kallast Kúluskítur á íslensku.
Marimo vasarnir henta vel undir villt blóm og virka vel nokkrir saman.
A-Z (or just about). Our Alphabet cups go well with hot or cold drinks. They are also ideal for candles since they are relatively thin and therefore glow a bit. Collect them or form words. P.s. Jól is Icelandic for Christmas.
*
Stafrófið frá a-ö eða þar um bil. Stafrófsbollarnir okkar henta fyrir heita eða kalda drykki. Það er líka fallegt að setja í þá sprittkerti því að þeir lýsa fallega sökum þess hve þeir eru þunnir. Safnið þeim eða raðið upp í orð.
LÍSA are stackable candleholders made of snow white porcelain. The candleholders are hand thrown for different types of candles and are made in limited editions.
The inspiration comes from vintage porcelain insulators that were common on wooden electricity poles. In the almost treeless Icelandic landscape these poles had a strong impact on the childhood memory of the designers. These elegant candleholders can be placed in different setups and are fun to collect.
*
LÍSA er kertastjaki sem hægt er að stafla. Þessi handgerði kertastjaki er úr snjóhvítu postulíni og hefur verið útbúinn fyrir mismunandi kerti, reyndar stundum í takmörkuðu upplagi.
Hugmyndin var fengin frá gömlum rafmagnsþéttum úr postulíni sem áður voru algengir á rafmagnsstaurum. Þessir staurar höfðu mikil áhrif á þær Postulínu stöllur í barnæsku. LÍSA er smekklegur kertastjaki sem gaman er að safna og leika sér með í mismunandi uppsetningu.